HVAÐ MEÐ ÞAU SEM STÓÐU Í SKILUM?
Sæll Ögmundur.
Var að lesa niðurstöður ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda og í frammhaldi langar mig til að spyrja þig um eitt atriði sem mér sýnist að hafi gleymst en það eru þau heimili sem hafa staðið í skilum í gegnum síðustu tvö ár. Þessi heimili eru ansi mörg sem betur fer en þau hafa eins og önnur mátt þola hækkun á höfuðstól sinna skulda vegna óráðssíu bankamanna og annara sem komu að þeim málum á sínum tíma. Þess vegna spyr ég þig Ögmundur finnst þér það réttlátt að þessi heimili haldi áfram að borga af þessum bólgna höfuðstól á meðan að þeir sem fóru offari í skuldsetningu fá leiðréttingu. Er það í anda hinnar nýju vinstri stefnu að þessi heimili eigi að greiða niður bankahrunið sem varð hér á landi eða er ég að misskilja eithvað ???
Félagskveðja,
Viðar Magnússon
Þakka þér bréfið Viðar. Útkoman er málamilðun einsog ég segi í pistli hér á síðunni. Fjármálakerfið féllst ekki á niðurfærsluleiðina sem ég hef löngum sagt að væri eðlilegust og réttlátust. Hins vegar mun vaxtabótatilfærlsan upp á sex milljarða á ári næstu tvö árin hafa svipuð áhrif því hún verður fjármögnuð með tilfærslu úr fjármálakerfinu sjálfu. Allir skuldarar munu hagnast á þessari ráðstöfun, sem tekur til allra skuldara og er í þim skilningi almenn.
Kv.
Ögmundur