Hvað var á pylsunni?
Yfirleitt hafa Íslendingar mikinn metnað og ég held að óhætt sé að segja að oft sýnir þjóðin þann metnað í verki. Mikið er ég sammála greininni þinni hér á síðunni um fræga fólkið sem hingað kemur og þarf að þola stöðugt áreiti fjölmiðla og forvitins fólks sem gónir á það eins og naut á nývirki. Það er leiðinlegt að gera gestum okkar þetta en verst erum við sjálfum okkur. Við verðum nefnilega svo óumræðilega smá með því að geta ekki tekið á móti þekktu fólki án þess að glata allri dómgreind. Allt sem heimsþekktur maður gerir á Íslandi þykir stórviðburður. Í gær fékk Clinton sér pylsu í miðborg Reykjavíkur. Frá þessu var greint með miklum andköfum í fjögur fréttum RÚV. Ég heyrði ekki næsta fréttatíma. Kannski var þá búið að grafa upp hvað var á pylsunni.
Sunna Sara