Fara í efni

HVAÐ VARÐ UM PENINGANA Á INNLÁNS-REIKNINGUM ICESAVE?

Sæll Ögmundur.
Staða VG í dag er eins og ég var búinn að spá en fylgið mun eiga eftir að aukast. Ég hef fylgst með umræðum á þingi og þá slæmu stöðu sem ríkisstjórnin er kominn í varðandi kjör Alþjóðabankans og þagnargildi uns stjórn bankans hafi rætt málin. Vilji Norðmanna um að taka upp þeirra gjaldmiðil með stuðningi stórþings þeirra er afar athyglivert eins og staðan er í dag. Þó eru öllu verra stóryrtar fréttir um að okkar hlutur í Icesave verði 440 milljarðar en heildartala nálagt 900 milljörðum til innlánsþega þessara reikninga. Halldór bankastjóri Landsbankans fullyrti í Kastljós þætti fyrir rúmri viku og lagði hönd á helga bók að full innistæða væri inni á reikningunum Icesave fyrir öllum innleggum þar og hefur því annað tveggja komið upp stórfellt bankarán út af reikningunum í skjóli nætur eða að menn fara með fleypur og vekja upp angist þjóðarinnar. Þetta verður að fá á hreint strax á Alþingi. Hvað varð um féð á innlánsreikningum Icesave????
Þór Gunnlaugsson