Fara í efni

HVAÐA STJÓRNARSKRÁ GILDIR FYRIR MIG?

Sæll Ögmundur.
Ég á kunningja, sem fór út til Íslands í haust sem leið. Hann býr ekki langt frá mér, er Dani og heitir Hans-Olav Petersen. Hann fór til Íslands til að vinna í fiski og hann er EES borgari. Þetta færði honum öll sömu réttindi á Íslandi og frænda mínum voru tryggð, honum Sigurði, sem líka vann í fiski. Þetta er EES og hin frjálsa för vinnuaflsins. Svo kom útlendingur og var ráðin til Seðlabanka og þá fóru sjallarnir af stað og Sigurður Líndal og sögðu: Hann má ekki vera seðlabankastjóri af því stjórnarskráin segir annað og því vakna spurningarnar. Gengur það samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins að mismuna seðlabankastjóra og Hans-Olav sem hér var í fiski? Gengur það samkvæmt stjórnarskrá að útiloka menn frá vinnu á grunvelli uppruna þegar um EES borgara er að ræða? Gildir kannske íslenska stjórnarskráin ekki um EES borgara hér á landi og ef ekki Ögmundur hvaða stjórnarskrá gildir um mig sem er flutt til Danmerkur?  
Kveðja,
Ólína