HVAR ERU JAFNAÐARMENNIRNIR?
Sæll Ögmundur.
Ég var að lesa pistlana þína á vefsíðuni sem eru allir hver öðrum betri. Þú mátt vera hreykinn af vefsíðuni, hún er til fyrirmyndar!
Það er von að þú spyrjir “Hvar Eru Kratarnir,” eða öllu heldur JAFNAÐARMENNIRNIR, því Jafnaðarmennirnir virðast hafa horfið með Jóni syni Hannibals en kratar sem nú kalla sig Samfylkingu virðast mér ekki beinlínis vera til að hrópa húrra fyrir - meira í ætt við Blair hinn breska en alvöru Jafnarðamenn með stórum staf!
Ég er einna mest hissa á hvernig
Þetta er sama spurningin sem var spurð hér áður, “hvar alvöru Framsóknarmennirnir væru.” Þeir virtust hverfa af sjónarsviðinu með Steingrími Hermannssyni, og eftir varð - með örfáum heiðarlegum undantekningum í framvarðarsveitinni - lítilmótlegur, óþjóðlegur sjálftökuhópur. Það er engin spurning að þar réðu eingöngu aurarnir en gripdeildirnar voru á fínu máli kallaðar einkavinavæðing!
Já, það er kominn tími til að þjóðin taki höndum saman um að varðveita eigur sínar, þ.e., auðlindir sínar, og segi auðvaldinu, hingað og ekki lengra!
Ögmundur, þú spyrð annars staðar hvort það “þurfi að gera uppreisn,” nokkuð sem þjóðin verður að fara að spyrja sig alvarlega. Andstæðingurinn er auðvald sem hefur ótakmarkaða peninga til að beita fyrir kosningar til að blekkja kjósendur og það á og stjórnar öllum fjölmiðlum landsins. Auðvitað þarf uppreisn! En hvernig uppreisn þarf og hver á að skipuleggja hana og stjórna henni? Er það ekki verkefni fyrir Verkalýðshreyfinguna sem endranær, hið starfandi fólk sem vinnur myrkranna á milli svo endar nái saman, og ber byrðar samfélagsinds? Þetta er alvörufólk, alvöru Íslendingar og á þá verðum við að treysta!
Kveðja,
Þjóðúlfur