Fara í efni

HVAR VERÐUR BJÖRN INGI Á 1. MAÍ Í ÞETTA SINN?

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og nú einnig borgarforingi Framsóknar, fylgdist að eigin sögn með baráttufundi reykvísks launafólks í fyrra. Þótti honum æði fámennt á þessum baráttufundi - enda ekki nema von. Hann var, eða fylgdist með fundi á Lækjartorgi. Baráttufundurinn var hins vegar á Ingólfstorgi. Á þessu vakti ég athygli hér í lesendahorninu 6. maí á síðastliðnu ári, sbr. upplýsingar á síðu þessari um eldra efni.
Vonandi kynnir Björn Ingi sér dagskrá 1. maí betur í ár enda skiptir örugglega máli að sýna sig, og kannski líka að sjá aðra, á þessu kosningaári þótt menn geti hvílt lúna fætur þess á milli.
Þjóðólfur   

Þakka þér bréfið Þjóðólfur og læt HÉR fylgja slóðina á bréfið sem þú vísar í.
Með kveðju,
Ögmundur