Fara í efni

HVER MÁLAÐI ÞYRNIRÓS?

Heill og sæll Ögmundur.
Líking ríkisstjórnar Geirs H. Haarde  við Þyrnirós smellpassar. Eiginlega passar hún hvernig sem á málin er litið. Geir sefur á meðan efnahagslífið fuðrar upp og Samfylkingin sefur á meðan Guðlaugur Þór  einkavæðir heilbrigðiskerfið. En spurning mín er þessi: Hver gerði málverkið sem prýðir pistilinn um hina sofandi prinsessu?
Kveðja,
Haffi

Sæll Haffi. Svarið er breski 19. Aldar málarinn Edward Burne-Jones.. Hann var þessa mynd af, Sleeping Beauty, þyrnirós, prinsessunni sem svaf í hundrað ár.
Kv. Ögmundur