Fara í efni

HVER SKYLDI VERA KJÓSENDA-TAKTURINN?

Ertu enn á þeirri skoðun að sú fullyrðingin standist ekki að Lilja Mósesdóttir sé " í litlum takti við aðra í flokknum" nú þegar hún er gengin úr þingflokknum? Hafði ekki bara Fréttablaðið rétt fyrir sér í sinni fréttaskýringu, en þú ekki? Er ykkur vinstri mönnum alveg fyrirmunað að starfa með öðrum og gera málamiðlanir? Þannig vinnubrögð héldu Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn kjörtímabil eftir kjörtímabil. Það væri ansi kaldhæðnislegt ef helsta afrek ykkar vinstri grænna eftir hrun væri að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, vegna innra ósamkomulags ykkar.
Anna

Hver er í takti við kjósendur VG og hver ekki? Það er spurningin.
Kv. Ögmundur