Fara í efni

HVERNIG SKIPT ER ÁBYRGÐ OG ÁVINNINGI

FL Group er stjórnað af þrítugum manni. Þetta félag hefur tapað 115 milljörðum á 9 mánuðum jafnhárri upphæð og nemur tæplega tíu prósentum af sparifé landsmanna. Í þessu félagi hafa lífeyrissjóðir fjárfest bæði beint og óbeint. Þessi þrítugi drengur er látinn bera ábyrgð sem enginn getur axlað. Bakvið þennan skjöld sakleysis, fela sig óprúttnir bissnissmenn sem hafa platað bláeyga landsmenn til að gambla með sparifé sitt. Á sama tíma hittast hópar fólks, forystumenn í atvinnulífi og ráðherrar og leita leiða til að bjarga okkur úr ógöngunum sem þessir örfáu menn hafa leitt okkur út í. Sjá menn ekki loksins hvað þarna er furðulega skipt ábyrgð og ávinningi.
Hreinn Kárason