HVERS VEGNA ER SAGT ÓSATT UM 1. MAÍ HÁTÍÐAHÖLDIN?
Hvað vakir fyrir þeim sem vilja telja fólki trú um að örfáar sálir hafi mætt í kröfugönguna 1. maí í Reykjavík að þessu sinni? Fjögur hundruð manns hafi verið í göngunni, átta hundruð á baráttufundinum á Ingólfstorgi, sagði Útvarpið að kvöldi dagsins, Blaðið át þetta síðan upp daginn eftir og síðan kjamsar einhver fréttmaður á Fréttablaðinu á þessu rugli í blaði sínu í dag. Það vill nú svo til að ég var í göngunni og þegar ég var í Bankastræti og horfði niður eftir Austurstræti var þar múgur og margmenni og gangan að fara inn á Ingólfstorgið. Þá átti öll hersingin eftir að komast inn á torgið. Reyndar myndaðist teppa svo ekki komust allir að. Í BSRB kaffinu – þar sem ég naut veitinga - var mikill fjöldi og góð stemning. Hvað vakir fyrir þeim sem fara með ósannindi um hátíðahöldin og reyna að gera lítið úr þeim? Að mínum dómi var dagurinn einstaklega vel heppnaður – enda tóku þúsundir þátt.
Kristín