Fara í efni

HVERS VEGNA FÆR PÁLL EKKI ÞOTU?

Visir.is er að býsnast yfir því að Páll Magnússon, forstjóri RÚV ohf, aki um á dýrum bíl. Afnotagjaldsgreiðendur RÚV borgi 200 þúsund krónur á mánuði til rekstraleigu einkabifreiðar Páls. Einhver kann að spyrja hvers vegna Páll Magnússon eigi öðrum starfsmönnum RÚV ohf fremur, að fá bíl undir sig, kostaðan af skattgreiðendum. Ekki hugsa ég svo smáa hugsun. Mér finnst einboðið að útvarpsstjóri vilji vera eins og hinir háeffararnir og group-forstjóranir og lifa svoldið flott. Ég fylgi honum algerlega í því og spyr hvers vegna í ósköpunum Páll Magnússon fái ekki þotu eins og hinir strákarnir. Eftirfarandi er fréttin af visir.is
http://visir.is/article/20070823/FRETTIR01/70823078
Haffi