HVERS VEGNA VAR OKKUR EKKI FORÐAÐ FRÁ PÓLITÍSKRI KATASTRÓFU?
28.01.2017
Auðvitað átti þrautalendingin hjá VG að vera samstjórn með Íhaldinu, hinu gamla (ekki Viðreisnar-öfga-hægrikrötunum) og Framsókn til að koma í veg fyrir að hægrihryðjuverk yrðu unnin á þjóðfélaginu. Mér sýnist söngvarinn í HAM ætla að nýtast vel til slíkra verka á meðan Engeyjar-frændurnir brosa í kampinn. Þetta hefði VG getað komið í veg fyrir! Allt það sem nú er að teiknast upp var fyrirsjáanlegt. Hvað var VG eiginlega að hugsa? Að ekki sé minnst á hina flokkana sem segjast vera félagslega þenkjandi, Pírata og Samfylkingu. Þetta þurfti ekki að fara svona. Þessari pólitísku katastrófu mátti og átti að forða okkur frá!
Jóhannes Gr. Jónsson