Fara í efni

HVÍ ER ÞAGAÐ UM WIKILEAKS Á ALÞINGI?

Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega  á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig. 
Jóhannes Gr. Jónsson