HVORKI HÓSTI NÉ STUNA
26.10.2014
Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin er látin komast upp með að eyðileggja húsnæðiskerfið án þess að verkalýðshreyfing eða stjórnarandstaða andæfi að einhverju marki? Einhvern tímann hefðu menn risið upp og hreinlega komið í veg fyrir þetta. Það er augljóst að hér á að fara með okkur út í óvissukerfi bara af því að Evrópusambandið skipar að svo skuli gert. þar má ekkert þrífast ef vottar fyrir félagslegu á kostnað markaðskerfis. Þá vitum við líka að hvorki má reikna með hósta né stunu frá Samfylkingu. Hún gerir ekkert sem stríðir gegn Brussel.
Jóhannes Gr. Jónsson