Fara í efni

Í HÖNDUM AUÐMANNA?

Í Seðlabanka er sigurinn tær
sjáum brátt örlagaráðinn
Því Katrín valdi konur tvær
og fjármálalæs er snáðinn.

Segir skipun Ásgeirs “hörmulegar fréttir”

Frjálshyggju-prestinn við fengum
öll vandræðin á Katrínu hengjum
okkur til tjóns
er Ásgeir Jóns
og vaxtaokur enn-þá framlengjum.

SLÆMAR HUGMYNDIR DEYJA ALDREI!!

Lífsins basl ei líður hjá
lúin hef nú þanka
Ásgeir viljum alls-ekki sjá
og síst í seðlabanka.

Birgitta:‚‚Hún Kata veit vel hvað hún syngur‚ Þótt fölsk sé‘‘

Áhyggjurnar allt um kring
almenning nú bagar
V/G snýst hring eftir hring
og ekkert virðast laga.

Kaninn kann leiðina

Kaninn er kominn á heiðina
kunnugir breiða út fangið
þeir kunna jú enn-þá leiðina
að sýsla með hermangið.

Í Höndum Auðmanna?

Útlendir hér úr sér breiða
upp til hópa kaupa landið
Frá fjöruborði og til heiða
Íslendingar upp nú standið!!

HUNDRAÐ ÁR Í SIGTI

Sjálfur verður ´ann við það dús
víst þó illa ári
Að hafa takmark hundrað plús
á heilsuna treystir (sá-klári) KÁRI

Davíð áskilur sér málfrelsi

Málfrelsi er mönnum kært
með orðum tjáir huga
Segja að Davíð sé illa vært
og vilja ´ann yfirbuga.

Er Lundinn menningararfur landans?

Um menningararf margir ræða
við markaðssetninguna dunda.
Á þessu vilja þeir fúlgur græða
og selja sem flesta LUNDA.

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt!

Þeir mættu landanum þakka
Þvílíka fengu nú sönnun.
Öll mótmæltum hér orkupakka
og lofum því skoðanakönnun.

„Fólk sem er ekki sjálfstæðisfólk, það er ekki fólk“

Vilhjálmur Bjarna vakti máls
að valhallarklíkan minki enn
Og aumingjar væru ofan háls
yfirleitt allir vinstri menn.

Landhelgisgæslan notar einn banvænasta njósnadróna allra tíma í baráttunni gegn brottkasti.

þeir njósna um líf landans
lífs þrúgandi er hræðslan.
Dróninn má fara til fjandans
líka forstjórinn og gæslan.

Höf. Pétur Hraunfjörð.