Fara í efni

Í TILEFNI AF PISTLI

Í tilefni af pistli hér á síðunni, þar sem sá skilningur kom fram að starf forstjóra Landspítalans yrði ekki auglýst, barst mér eftirfarandi orðsending: "Í frétt sem birtist á vef Velferðarráðuneytisins í gær kemur eftirfarandi fram:   "Skipaður verður starfandi forstjóri þar til ráðið verður á ný í embættið að undangenginni auglýsingu og hefðbundnu ráðningarferli samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Starfslokadagur Björns hefur ekki verið ákveðinn en hann mun verða starfandi forstjóra til aðstoðar á næstu vikum eftir þörfum"   Sjá nánar hér: https://postur.althingi.is/owa/redir.aspx?C=r7rr4UfR606ctj2-aoFOYAI8t9EukNAIavxX_4RSEtJgt1vLw73TS-9it-OL5K-b3m-jZWnp5f0.&URL=http%3a%2f%2fwww.velferdarraduneyti.is%2ffrettir-vel%2fnr%2f34133
Frá Velferðarráðuneyti