INGIBJÖRG ER EKKI ALEIN Í HEIMINUM
Það er óhjákvæmilegt að segja það eins og það er: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ekki ein í borgarstjórn á vegum R-listans eins og ætla má af örvæntingarskrifum Samfylkingarmanna þessa dagana. ISG var kosin í borgarstjórn með stuðningi Alþýðubandalags og Framsóknarflokks auk Kvennalista og Alþýðuflokks. Í fyrirsvari fyrir Alþýðubandalagið var Guðrún Ágústsdóttir sem var forseti borgarstjórnar, en fyrir Framsóknarflokki fór Sigrún Magnúsdóttir. Þessar tvær konur leiddu ásamt ISG sigurför R-listans með öflugum stuðningi til dæmis Árna Þórs Sigurðssonar sem var formaður stjórnar dagvistar barna; þá varð bylting í leikskólamálum í Reykjavík.
ISG ætlaði sér svo út úr R-listanum með því að hirða atkvæðin af honum með sér yfir á Samfylkinguna. Það tókst ekki eins og kom á daginn í kosningunum sl. vor þar sem VG vann til dæmis glæsilegan kosningasigur. Hver var leiðtogi VG í þeirri kosningabaráttu, kona: Svandís heitir hún. Og VG lýsti því yfir að flokkurinn væri femínískur flokkur. Í forsvari í báðum Reykjavíkurkjördæmum VG eru konur. Enda er VG allaf með hærra hutfall meðal kvenna en karla.
Og hver hafnaði Steinunni Valdísi sem borgarstjóra? Var það VG?
Bandamenn ISG reyna allt til að gera lítið úr þeim sem vinna með henni. Það er leitt ef þeim tekst að koma þannig fram við Guðrúnu og Sigrúnu. Þær eiga það ekki skilið.
Sigríður Þórarinsdóttir