ÍSLENDINGAR EIGA AÐ LÍTA SÉR NÆR
Kæri Ögmundur.
Ég var að lesa ágæta grein Þorleifs Gunnlaugssonar á síðunni þinni. Ég er sammála flestu sem þar kemur fram viðvíkjandi innrás Ísraelsmanna í Líbanon, morðunum þar og skemmdaverkunum, í skjóli Bandaríkjanna og Bretlands.
Hryðjuverk Síonista í skjóli ríkistjórna Bandaríkjanna og Englands eiga sér engar málsbætur, hrein morð á óbreyttum borgurum, öldruðum, börnum og konum. Einnig eru skemmdarverk á mannvirkjum í borgum og bæjum ásamt vegakerfi Líbanons hræðileg. Fátæk og fámen þjóð Líbanons, mun ekki geta risið undir kostnaði við uppbyggingu eftir að ósköpunum linnir.
Vonandi verður Ísraelum, Bandaríkjamönnum og Bretum gert að borga Líbönum miklar skaðabætur, þó þær verði eflaust ekki eins háar og þær sem Bandaríkin munu verða látin greiða Írak, ásamt því að forkólfarnir verða án efa dregnir fyrir alþjóða stríðsglæpa- og mannréttindadómstóla.
Ég er hræddur um að það skipti viðkomandi glæpamen litlu máli hvort við Íslendingar hættum að kaupa, kók, tyggjó, sígarettur og nælonsokka af þeim, til að mótmæla. Það gæti hinsvegar skaðað íslenska “bisnismenn” eitthvað.
Einnig er óþarfi að blanda saman flóknum stjórnmálum Íraks áður en Bandaríkin gerðu innrás sína í landið og þessari svívirðilegu innrás Ísraels í Líbanon. Sama gildir um stjórnmál í Afríku, Júgóslavíu og heimstyrjöldunum fyrri og síðari. Áfram er þó alls staðar sami glæpaþráðurinn spunninn. Hver étur síðan upp lygaáróðurinn eftir öðrum eins og rispaðar garmmifónplötur.
Áður en við gerumst áróðursþjónar þessara afla, ber okkur virkilega að leita sannleikans, og þá með opnu og rannsakandi hugarfari. Við megum þó vera viss, að þeir sem ljúga, blekkja og myrða óbreytta borgara nú, eru vísir til að hafa gert það sama áður, og munu gera það aftur. Svo ég minnist aðeins á Hamborg, Dresden, Hirósíma og Nagasaki. Það er óþarfi að minnast á þrælaverslunina á nítjándu öldinni eða Ópíumstríðsins við Kínverja þar sem Bretar og Bandaríkjamenn þvinguðu ópíumneyslu uppá Kínverja, til að græða mikla peninga á henni, sem endaði með milljónaslátrun fíklanna þegar kommúnistar tóku til sinna ráða.
Já, sem betur fer eru auðvaldsþrjótarnir samviskulausir eins og sést á glæpsamlegu athæfi þeirra á vorum dögum, því fólk með samvisku og sem kann að skammast sín, gæti aldrei framið þá glæpi sem Bretar, Bandaríkjamen og Síonistar hafa framið alla síðustu öld, og hafa byrjað þessa öld í sama dúr.
Það sem við Íslendingar eigum að gera, er að varast ófreskjurnar með því að líta okkur nær. Við eigum að einbeita okkur að því að losna loksins við hersetu Kanans í landi voru og sjá um að hann hreinsi vel upp eftir sig. Við eigum aldrei að leyfa erlenda hersetu í landinu aftur, og binda það í stjórnarskrána, ef það er ekki nógu skýrt ritað þar nú!
Við eigum að halda áfram veru okkar í NATO svo lengi að þessi “varnarsamtök Norður Atlantshafsþjóðanna” verði ekki notuð af ófreskjunum í sína þágu sem árásarbandalag. Innan NATO getum við með Norðurlandaþjóðunum og öðrum friðsömum þjóðum, stuðlað að því að svo verði ekki.
Sem endranær skulum við Íslendingar líta okkur nær, styðja það sem réttlætiskennd vor segir okkur að sé rétt og sanngjarnt, og mótmæla ofbeldi hnattvæðingar auðvaldsins.
En fyrst og fremst að varðveita íslenska þjóð og föðurland vort, ásamt alla tilveruhagsmuni íslensku þjóðarinnar, á öllum sviðum. Það má vera kaldranalegt að segja sannleikann, en hann er sá að við Íslendingar eigum nóg með sjálfa okkur. Við getum lítið gert annað en að gaspra upp í vindinn gagnvart hörmungunum erlendis og staðreyndin er sú, að margur potturinn er brotinn hjá okkur sjálfum sem okkur ber að laga, áður en við förum að segja öðrum þjóðum fyrir verkum.
Höfum ofarlega í huga að við íslenska þjóðin var opinberlega frammifyrir heimsbyggðinni, gerð samsek í hræðilegasta ofbeldisverki þessarar aldar. Það er innrásin í Írak, sem hefur algjörlega eyðilagt þjóðfélagið þar í landi og leitt af sér hræðileg hryðjuverk hersetuliðsins og írösku mótspyrnunnar, pyntingar, eyðileggingu á mannvirkjum, morð og limlestingar. Efnahagur þjóðarinnar hefur verið lagður í rúst, menningastofnanir eins og ómetanleg söfn eyðilögð og rænd o.s.f.v..
Þessi innrás var gerð í landið eftir að íraska þjóðin hafði verið undir stöðugum sprengiárásum og viðskiptabanni í rúm þrettán ár, og þjóðin afvopnuð af Sameinaðu þjóðunum. Forusta Sameinaðu þjóðanna kallaði innrás Bandaríkjanna með aðstoð Englendinga, siðlausa og ólöglega frá byrjun. Tugir milljóna, ef ekki hundruð milljóna um allan heim mótmæltu innrásinni með útifundum og kröfugöngum. Samt var íslenska þjóðin gerð samsek í þessum hræðilega glæp, og þeir sem stóðu að því og bera því ábyrgð á gjörræðinu, leika enn lausum hala í þjóðfélagi voru, glottandi á háum launum. Já Íslendingar, það er magur potturinn brotin hjá okkur sjálfum, lítum okkur nær og afgreiðum okkar eigin mál!
Úlfljótur