Já, jólin!
27.12.2023
Til aðfangadagsins allir jú hlakka
ungir og aldnir lyfta þá geði
Seinna um kvöldið svo opna pakka
Þá sjáum við ósvikna Jólagleði
Á Jóladag er legið í leti
lúið eftir mikið stress
Rísa þá varla upp úr fleti
en hlustað á guðleg vers
Oft öðrum degi Jólum á
allir skunda í boðin
Kræsingar og knúsið fá
kyrfilega út troðin.
Þriðja í Jólum þá slökum á
þreytt eftir kræsinga átið
Gott var líka ættina að sjá
öll barnabörnin og fátið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.