JÓN ER EKKI INNI
Landið eitt við áttum
undir himni blá.
Njóta næðis máttum,
nýta fiskiá,
vaða vötnin tæru,
vitja um lóm og gás,
dást að hrís og hæru,
hreindýr sjá á rás.
Gráta lönd og lindir,
leirinn fyllir á.
Fiskur feigur syndir,
flýja gæsin má.
Sandrok starir strýkur.
Stoltur fyrrum, einn,
augum aftur lýkur
úfinn, soltinn hreinn.
Eftir eina viku
aftur vilja á þing
þeir er sættir sviku
og selja blóm og lyng,
þeir er landið ljósa
leigja - álvers þý -
en loksins - loks skal kjósa
landi þing á ný.
Hopar fönn af fjöllum,
fjólu kyssir blær.
Hitnar hamratröllum,
hlýna vötn og sær.
Nú er sól í sinni,
sinan jafnvel grær
því Jón er ekki inni.
Aftur landið hlær.
Davíð Hjálmar Haraldsson mun vera höfundur. Svo gott þykir mér þetta vera að birtast verður það.
Grímur