Fara í efni

Jón Steinar Gunnlaugsson árettar sjónarmið sín

Sæll.

Það sem eigendur stofnfjár voru að selja var stofnfé ásamt þeim aðildum að sparisjóði, m.a. við breytingu í hlutafélag, sem því fylgir samkvæmt lögum. Ef einhver vill kaupa þetta á hærra verði en nafnverði stofnfjár kemur engum öðrum það við. Einungis þarf að gæta þess, að svo fari með annað eigið fé sparisjóðs en stofnfé sem lög ákveða um. Einfalt og fagurt ekki satt?

Með bestu kveðju,

Jón Steinar

 

Heill og sæll.

Ekki veit ég hversu einfalt þetta er og alls ekki er það fagurt, en þakka þér viðbrögðin.
Kveðja, Ögmundur

p.s. Lesendum til glöggvunar er Jón Steinar að vísa í umfjöllun mína hér á heimasíðunni frá 7. febrúar: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/jon-steinar-og-salfraedingarnir