Kjaradómur á ábyrgð þingsins
Hvernig stendur á því að ráðherrar fengu launahækkun sem samsvarar mínum launum með yfirvinnu? Hverjir eru í kjaradómi og af hverju ákveða þingmenn ekki sín laun sjálfir? Halda þeir að þeir geti falið sig á bakvið einhverja nefnd og þurfa því ekki að svara fyrir þessar hækkanir?
Kveðja Andrés Kristjánsson
Sæll Andrés og þakka þér fyrir bréfið. Ég er fullkomlega sammála þér. Ég flutti á sínum tíma þingmál um breytt fyrirkomulag við launaákvarðanir þingmanna og ráðherra. Það fékk hins vegar engan stuðning. Mér fyndist eðlilegt að sérstakri starfsnefnd væri falið að gera tillögur um kjörin en síðan greiddi þingið um þær atkvæði. Ég held að það væri hollt að ákvöðrun um kjör öryrkja og alþingismanna væri tekin í sama sal. Auðvitað eiga þingmenn ekki að geta skotið sér undan ábyrgð í þessu máli. Það er grundvallartriði. Nöfn einstaklinganna í Kjaradómi er ég ekki með í kollinum sem stendur en eins og liggur í þínum orðum þá starfa þeir í reynd á ábyrgð þingsins.Kveðja, Ögmundur