KLÁRUM OKKUR BETUR MEÐ ÖÐRUM EN ESB!
Hárrétt rök (sem þú hefur bent á hér á síðunni https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/tiu-stadreyndir-um-stodu-icesave-malsins-a-althingi)!
1. Sem þú bendir ár, er það rétt að vafi leikur á því hvort okkur beri skylda til að greiða þessi töp Breta og Hollendinga! Því á þetta ekki að ákveðast á Alþingi undir hótunum - heldur fyrir alþjóðlegum dómstóli.
2. Þess heldur er það fáránlegt að hneppa komandi kynslóðir í ánauð í fleiri áratugi. Það er margt líkt með þessum samningum eins og með samningunum við Þjóðverja eftir fyrra stríðið. Nauðung sem leiddi till óskapa.
3. Vextirnir eru útí loftið og stærsti bagginn. Engir vextir, þá kannski getum við samþykkt að borga til að sýna góðan vilja!
4. Að svínbeygja sig fyrir hótunum Evrópumafíunnar er litlu betra en að selja sig á vændismarkaði. Einhvern heiður skulum við eiga eftir.
5. Fyrir lítið land með lítinn útflutning á heimsmælikvarða og oftast eftirsóttar vörur, ætti það ekki að vera stórt vandamál af finna kaupendur annarsstaðar en innan Evrópubandlagsins.
6. Við klárum okkur sennilega betur í samstarfi við rísandi lönd í Asíu og S-Ameríku og jafnvel i Miðausturlöndum og Afríku en að vera í hlekkjum og undir stöðugum hótunum nokkurra af spilltustu löndum EB - gleymum ekki að mörg lönd Suður- og Austurevrópu eru gegnumsýrð af skiplegri glæpastarfsemi.
7. Því segi ég: Segið Bretum, Hollendingum, EB og AGS að stinga þessu þar sem sólin aldrei skín!
8. Eftir 4-5 ár verður þetta gleymt - en ef við samþykkum fáum við að líða fyrir samingana í áratugi.
Karl Johannsson