KOMINN TÍMI TIL AÐ SÝNA SAMSTÖÐU MEÐ FRIÐI
Sæll Ögmundur.
Ég get ekki neitað að ég hef svolitlar áhyggjur af ástandi heimsmálanna. Mér finnst ástandið farið að minna mig svolítið á ástandið 1914 þegar fyrri heimstyrjöldin hófst og Stefan Zweig lýsir í bók sinni Veröld sem var. Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það leitt til algjörrar hörmunga fyrir heimsbyggðina og börnin okkar.
Bestu kveðjur.
Stefán Karlsson