KOMUM Í VEG FYRIR HRUN Í SJÁVARÚTVEGI
Ef kvótinn yrði þjóðnýttur?!! Yrði þá kvótinn keyptur af eigundum eða bara hirtur af þeim??? Margir skulda marga tugi milljóna vegna kvótans og ef kvótinn yrði bara hrifsaður burtu og eigendur skildir eftir með skuldirnar... þá gætu þið eflaust séð sjávarútveginn hrynja líkt og fjármálakerfi landsins. Eru ekki nógu margir að verða atvinnulausir núna? Ég vinn í fiski og er stolt af því annað en flestir Íslendingar sem finnst það skíta vinna (enda bara útlendingar sem sækja um vinnu í fiski í dag) er ég samt ekki búin að ná þrítugsaldri..
Með kveðju,
STB
Þakka þér kærlega fyrir bréfið. Því fer fjarri að ég vilji gera nokkuð sem verður þess valdandi að sjávarútvegurinn og þar með fsikvinnslan hrynji. Það hefur hins vegar gerst í mörgum byggðarlögum þegar kvótahafar hafa flutt sig um set eða selt kvótann frá sér. Þannig hefur það verið á undanförnum árum eins og við vitum. Þá getur það hæglega gerst að eignarhaldið flytjist úr landi og gangi þar kaupum og sölum. Þess vegna er það lífsspursmál að við tryggjum eignahald þjóðarinnar á auðlindunum. Sjávarútvegur við Íslandsstrendur verður hins vegar aðrvænlegur svo lengi sem hér eru gjöful fiskimið sem við umggöngumst af nærgætni og viðingu. Það getum við aðeins gert með því að tryggja eignarhald og ráðstöfunarrétt þjóðarinnar á þeim.
Kv.
Ögmundur