Fara í efni

KOMUM ÍSLANDI AF STRANDSTAÐ

Pabbi minn er miklu stærri en pabbi þinn!! Ég hef velt þessu fyrir mér fram og til baka. Getur það átt sér stað að það fari meira fyrir því hjá flestum þeirra sem starfa í flokkapólitík að meiri áhersla er á að framfylgja stefnu flokksins heldur en að vinna markvisst að því að koma Íslandi upp úr þessu vandræða-ástandi sem Ísland og íslendingar eru í. Það er endalaust, að mínu mati, verið að rífast um orð og gerðir sem framkvæmd voru fyrir tugum ára. Endalaust er vitnað í flokksstefnur, sem ég túlka á þennan veg. Pabbi minn er miklu betri en pabbi þinn! Hvar er sýn þeirra sem sitja á þingi, hvort sem þeir eru í stjórnarandstöðu eða ekki. Er megináhersla lögð á að vera trúr sínum pólitísku skoðunum og stefnu flokksins? Er ekki komin tími fyrir flokka-póitíkusa að endurskoða í hvað orka þeirra fer? Þeir eru á launum ekki satt? Hjá landi og Þjóð. Er þetta uppbyggileg orka eða niðurrífandi orka. Ég upplifi þetta allt mjög neikvætt og niðurrífandi. Hvernig væri að allir flokkar kæmu sér saman um að koma Íslandi af strandstað í stað þess að vera endalaust með tittlingaskít og móðgast svo yfir öllu og öllu, sem hinn og þessi sagði eða bloggaði um.
Með kveðju,
Hrönn