KOMUMST EKKI UNDAN SKULDINNI
Ég var ósammála forsetanum í dag og ég held að mikið af því fólki sem hann vitnaði í og þú hefur einnig gert Ögmundur hafi skrifað undir mótmælin vegna þess að það taldi að við gætum komist undan því að borga þessa skuld, en nú keppast hinir nýju viðhlæjendur forsetans við að fullvissa þjóðinna um það að við munum að sjálfsögðu borga þetta bara eftir okkar höfði. Vonandi ertu ánægður með nýju vinina þína og vonandi tekst að forða landinu frá frekari skaða en orðinn er,en finnst þér ekki rétt að þeir þríburar Bjarni,Sigmundur og Þór fái umboð til þess að fara til London og ganga frá þessu lítilræði. Finnst þér það ekki skjóta skökku við að nú vilja þessir menn fá ESB til að syðja við bakið á okkur,menn sem hafa hraunað yfir ESB að undanförnu. Að lokum þá finnst mér eitt jákvætt hafa komið út úr deginum að héðan í frá verður forsetinn hver sem hann er að setja lög í þjóðaratkvæði ef 45þús. manns krefjast þess.
Viðar Magnússon
Þakka þér fyrir bréfið (frá 5. jan). Menn hafa gagnrýnt Icesave niðurstöðuna á mismunandi forsendum. Þá hafa sífellt verið að koma fram nýjar upplýsingar og ný rök. Finnst þér óðelilegt að horfa til þeirra? Er ekki rétt að horfa á stöðuna eins og hún er núna, skoða hvernig hægt er að nýta hana sem best hagsmunum okkar til framdráttar, í stað þess að leggjast enn á ný í skotgröf og innbyrðis dreilur?
Kv. Ögmundur