LANG-LEIÐINLEGASTUR!
Á mínum vinnustað hefur þú árum saman verið kallaður leiðinlegasti maður á Íslandi. Alltaf á móti. Á móti framförum, frelsi og hagsæld. Alltaf með múður. Ég hef nú ekki haldið registur yfir hvaða atriði það eru en það er alveg ljóst að eins og hlutir hafa þróast hefði mátt taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þú hafðir fram að færa. Eitt hefur ekki breyst að margir fjölmiðlar kynna sjónarmið þín enn til sögunnar undir sömu formerkjum þess sem alltaf er á móti og frekar svona leiðinlegur eiginlega. Þú ert á móti Icesave, háum vöxtum, aukinni skuldsetningu og einvherju fleiru. Allt er þetta túlkað sem leiðindi frekar en nauðsynlegur hluti af skoðanaskiptum sem eru forsenda lýðræðislegrar ákvarðanatöku. Þetta sýnir að sem betur fer breytist ekki allt í einu. Það væri of mikið.
Kollur