LANGT GENGIÐ SEGIR VALGERÐUR UTANRÍKISRÁÐHERRA – HLÆGILEGT RUGL
Heill og sæll Ögmundur.
Ég var á útifundinum við sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi í kvöld og klappaði þegar þú fagnaðir því að ríkisstjórn Íslands krefðist vopnahlés í Líbanon. Auðvitað fögnuðum við þessu. En svo fór ég heim og hlustaði á fréttir. Frétttastofa Sjónvarpsins sagði að utanríkisráðherra hefði sent utanríkisráðherra Ísraels harðort bréf og Valgerður, utanríkisráðherra, sagði að vissulega væri "langt gengið" með þessu bréfi. Hvílkt endemis rugl og hjá fréttastofu Sjónvarps er þetta sljóleiki og dómgreindarleysi eða hrein fréttafölsun. Þegar bréf ríkisstjórnarinnar er skoðað fer því afar fjarri að bréfið sé harðort. Formúleringin er hin gamalkunna, að Ísrael hafi rétt til að verja sig; Íslendingar skilji að staðan "sé flókin" og að það sé bráðnauðsynlegt að Ísraelar verji sig..."vital need of Israel to defend itself". Engu að síður séu aðstæður oðnar þannig fyrir hundruð þúsunda að Ísraelar eru hvattir til að "leita leiða" til að koma á vopnahléi þegar í stað segir uanríkisráðherrann..."lead me to urge Israel to find means to halt the conflict immediately." þetta leyfir ráðherrann sér að segja í ljosi þeirra hörmunga sem uppi eru – að leita leiða!
Í bréfinu er klifað á vinskap Íslendinga við Ísraelsríki – ríkið sem beitt hefur hernumda þjóð slíku ofbeldi að dæmafátt er í mannkynssögunni! Í miðju stríðsglæpanna og mannráttindabrotanna þykir Valgerði Sverrisdóttur "langt gengið" að hvetja Ísrael til að "leita leiða" til að koma þegar í stað á vopnahléi! Skyldi Valgerði Sverridóttur Palestínumenn hafa sama rétt til að verja sig og hún segir Ísraela hafa?
Finnst þér þetta ganga upp Ögmundur?
Haffi
Ég er þér fullkomlega sammála Haffi og mun ekki láta mitt eftir liggja að vekja athygli á þessum sjónarmiðum.
Með kveðju,
Ögmundur