LÁNSVEÐ OG DRÓMI
Ég vil lýsa mikilli ánægju með lánsveðssamkomulagið í vikunni. Nú er bara Drómi eftir! Það gengur ekki að landsmenn séu ekki látnir sitja við sama borð hvað varðar úrræði í fjármálakerfinu. Drómi, sem heldur utan um þrotabú Spron og Frjálsa fjárfestingarbankans býður því ólánssama fólki sem hafnaði þar upp á allt aðrar trakteringar en viðskiptamenn nokkurrar fjármálastofnunar fá, til dæmis varðandi 110% niðurfærlsu.
Mergurinn málsins er náttúrlega sá að hlutskipti Dróma-fólksins er að það eru ekki viðskiptamenn banka - því engin viðskipti fara fram. Handlangar þrotabúsins standa ekki í viðskiptum við skuldunauta þar sem reynt er að hafa alla jákvæða heldur má líkja sambandinu á milli fanga og fangavarðar í ofbeldissamfélögum. Sá síðarnefndi ræður.
Það verður að grípa í taumana. En ég endurtek að lánsveðssamkomulagið var gott að fá!
Jóel A.