Fara í efni

LÁTUM EKKI GULLIÐ GLEPJA

Sæll Ögmundur.
Ég vil þakka þér góða grein í Morgunblaðinu í dag og get tekið undir hvert orð þar um varfærni þótt gullið glói og vanti mikið af því. Sjúklingur sem kæmi hingað til lands í aðgerð frá USA og sá teldi sig ekki hafa fengið þann bata sem vænta mátti eða eitthvað færi úrskeiðis færi væntanlega í skaðabótamál ytra eins og þeirra er vaninn sem hluti af þjóðaríþrótt en stjarnfræðilegar bætur eru oftast dæmdar af kviðdómi og það jafnvel milljarðar. Það er enginn furða þótt fæðingar- og bæklunarlæknar þar séu að hætta í þessum sérgreinum þegar iðgjöld starfsábyrgða þeirra kosta tugi milljóna á ári eins og kom fram í nýlegum þætti á 60 mínútum. Ef af slíkum innflutningi yrði þá yrði slíkt að vera á ábyrgð viðkomandi lands ekki okkar. Um leið treysti ég þér til að fara varlega að þeim sem minnst mega sín í heilbrigðiskerfinu og væntanlegum niðurskurði.
Þór Gunnlaugsson