LEIÐINDIN TAKI ENDA
29.05.2021
Góða ferð í gleðinnar borg
en gættu að þér vinur
Þar er gleði og þar er sorg
Þar glaðværðin oft dynur.
Andskoti á Brynjar bágt
braggast lítið vitið leggst
nú orðið ansi lágt
lofar Samherja bitið.
DV.Vilja stoppa Samherja og Þorstein Má – „Stjórnmálin geta ekki lengur litið undan“
Samherji er sjúklegt fól
svindla ræna og fela
Signa sig á hverjum hól
sjáið þessa dela.
Samherja nú setjum í bönd
svo leiðindin taki enda
Rupla og ræna víða um lönd
í rimlunum þeir lenda.
Úti í mýri
Mýrarljós Moggans er kveikt
en minnkar stöðugt og veikt
láta það skína
á leiðina sína
er verður nú bráðlega fleygt.
Höf. Pétur Hraunfjörð.