LEIKRITS-UPPKASTIÐ LOKSINS FANN
18.05.2017
Lygin gaf og lygin tók
lygin suma bagar
Óli gamli gerði í brók
gömul lygi nagar.
Nú Ólafur segir sannleikann
er setið hefur í dankanum
Því leikritsuppkastið loksins fann
er leiddi til kaupa á bankanum.
Þar Ólafur segir sannleikann
og fimmtán mínútur fær
Alþjóð þekkir þennan mann
og hver einasta kerling hlær.
Hann Ólafur á landann lék
með launráðin í hyggju
frá óheilindum aldrei vék
og endaði á kvíabryggju.
Nú er lotinn lygamörður
og landans mesta kvöl
sjálfur orðinn sannleiks vörður
sér ekki eigið böl.
Höf.
Pétur Hraunfjörð