Fara í efni

LÍFEYRISMAÐUR TALAR EKKI Í MÍNU NAFNI

Sæll Ögmundur.
Ég heyrði í fréttum í dag að talsmaður lífeyrissjóðanna vildi gera það að skilyrði fyrir aðkomu þeirra að lausn fjármálavandans, að við gengjum í Evrópusambandið. Í umboði hverra talar þessi maður? Ekki mínu. Ég á peninga í lífeyrissjóði og greiði þangað reglulega. Ég hef aldrei falllist á að mínum peningum fylgdi pólitískt umboð til að krefjast aðildar að Evrópusambandinu. Nú ert þú lífeyrismaður líka, Ögmundur. Ert þú sammála þessari framsetningu?
Kv.
Jóel A.

Þakka þér bréfið Jóel. Þetta eru umhugsunarverðar vangaveltur af þinni hálfu.
Kv.
Ögmundur