Fara í efni

Líflegur og hress öryrki

Ögmundur, samkvæmt DV í dag er haft eftir nágrönnum hins heimilislausa skjólstæðings þíns  “að hann hafi verið líflegur og hress náungi sem hafði gaman af því að skemmta sér.”  Síðan segir: “Samkvæmt nýrri skýrslu eftir læknisskoðun á ástandi “X”, áður en hann var borinn út, hefur krabbamein hans ekki látið á sér kræla frá 1999.”
Fyrirsögnin er að sjálfsögðu í sorpblaðastíl DV “Öryrki Ögmundar ekki með krabbamein.
Eru læknaskýrslur opnar blaðamönnum DV? Er ekki til eitthvað sem heitir siðanefnd blaðamanna? Mega sjúkir ekki vera líflegir og hressir?
Runki frá Snotru

Ágæti Runki
Þetta eru umhugsunarverðar athugasemdir, en varðandi aðgang að læknaskýrslum þá sýnist mér á frásögn DV að blaðið hafi ekki haft aðgang að slíkum skýrslum. frá læknum mannsins.
Kveðja,
Ögmundur