Fara í efni

LOFORÐAVERTÍÐIN BYRJUÐ

LOFORÐAVERTÍÐIN BYRJUÐ

Nú kjörtímabilið er klárlega búið
kófsveittir akta á bæði borð
En samstarfið var jú lélegt og lúið
lítið heyrðust trúverðug orð.

Óverulegar breytingar en sósíalistar sækja á

Sósíalistar nú sækja á
samt ekki nógu mikið
Kratarnir og Katrín sjá
að fólkið var svikið.

Þá birtir

Er Sósíalistar hér setjast á þing
sjáum við góða tíma
Þá Birtir um landið og bæi í kring
er fátæktinni útrýma.

Þórður hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – Segir flokkinn vinna gegn frelsi

Í frjálshyggjunni ei frelsi sést
flokksmenn snúa til varna
En væri ekki lang lang best
að leiða í burtu Bjarna?

Ástandið er ansi slæmt
allt í kalda koli
Samstarfið sagt er dræmt
og þjóðin í voli.

Staulast burtu stjórnin aum
og Steingrímur á förum
Bið ykkur að gefa því gaum
að við endurkjöri vörum.

Víst er lífið voða sætt
en vandamálin banka
í lottói hef lítið grætt
og lífsvilji að danka.

Er lífsins baslið líður hjá
Þá langar mig að segja
Að vellystingar vildi sjá
og ellina glaður þreyja.

Já lífinu þínu hér lifa skalt
og lífstílinn allan bæta
Drektu bæði mjólk og malt
en brjóstbirtu að gæta.
Höf. Pétur Hraunfjörð