LOKSINS JÁKVÆÐAR FRÉTTIR!
03.03.2011
Einhvers staðar á vefmiðli sá ég því haldið fram af vítisengli að samtök hans, Hells Angels, hefðu aldrei verið fundin sek sem klúbbur! Þess vegna væru staðhæfingar um að félagsskapurinn væri glæpsamlegur út í hött. Svo var að skilja að þetta væru svona bí bí og blaka klúbbur. Þetta eru hins vegar heldur hráslagalegar yfirlýsingar þegar grannt er skoðað. Alkunna er að Hells Angels láta neðar sett ógæfufólk vinna þau skítverk sem líklegust eru til að uppgötvast. Þannig sleppa höfuðpaurarnir. Gott er til þess að vita að Innanríkisráðuneytið skeri upp herör gegn handrukkurum og ofbeldisfólki. Loksins jákvæðar fréttir! Loksins er reynt að þjappa þjóðinni saman um verðugt málefni.
Jóel A.