Lýst er eftir karlmanni.
Lögreglan á Álftanesi lýsir eftir 61 árs gömlum karlmanni, Ólafi Ragnar Grímssyni. Ólafur fór ríðandi frá heimili sínu um miðnæturbil á rauðblesóttum hesti áleiðis til Keflavíkurflugvallar þaðan sem hann ætlaði að fljúga til Kaupmannahafnar á áttunda tímanum í morgun. Við brottför gaf hann sig ekki fram og mun því hvorki hafa farið með vél Icelandair né
Ólafur er 188 cm á hæð og samsvarar sé vel. Hann er með þykkt silfurgrátt hár, mikinn sveig í toppi, og gengur alla jafna með vegleg gullspangargleraugu. Við brottför frá heimili sínu var hann klæddur ljósbláum jakkafötum, ermar í stysta lagi, hvítri skyrtu, og með kóngablátt bindi.
Allir þeir sem hafa orðið varir við ferðir Ólafs, hestinn rauðblesótta eða hafa þá einhverjar aðrar upplýsingar sem skýrt gætu ferðir Ólafs og núverandi staðsetningu hans, t.a.m. hugsanlegan vélargný á heimreiðinni við Bessastaði síðastliðna nótt, eru beðnir að hafa þegar í stað samband við Geir Grana Jóhannsson, yfirlögregluþjón á Álftanesi.
(Farið var þess á leit í morgun að þetta yrði birt á vefsíðunni og er hérmeð orðið við þeirri beiðni)