MAÐUR KEMUR EKKI Í MANNS STAÐ
02.05.2016
Oft er haft á orði að maður komi í manns stað. Þar með á að skiljast að mannabreytingar skipti engu höfuðmáli. En menn eru mismunandi og aldrei hefur mér þótt þetta orðtæki eins villandi og nú þegar sagt er að maður komi í manns stað þegar þú hættir á þingi Ögmundur.
Þín rödd á þingi er allt öðru vísi en allra annarra. Fyrir bragðið mun pólitísk umræða verða fátæklegri í þinginu þegar rödd þín þagnar þar og skýringin er náttúrlega sú að maður kemur ekki í manns stað hvað þig varðar. Þess vegna megum við ekki missa þig af þingi.
Jóhannes Gr. Jónsson