MANNSKYNSSÖGUNNI VERÐUR EKKI BREYTT EFTIR Á
Sæll Ögmundur.
Góð greinin þín “HEFUR ÍSRAEL FYRIRGERT TILVERURÉTTI SÍNUM” á síðunni þinni. Sjálfsagt hefur Jósteinn hinn norski margt gott til síns máls. Látum það liggja á milli hluta. En varðandi hvort í fremur hefði átt að stofna ríki Gyðinga einhvers staðar annars staðar en í Palestínu svo sem í Bæjarlandi, Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum, eða í Noregi þá er þetta alvarlegra mál en svo að hægt sé að gantast með það. Allavega er þetta grátt gaman eins og það kemur mér fyrir sjónir.
Ísraelsríki var stofnað í Palestínu að ósk Gyðinga sjálfra, með dyggri aðstoð heimsveldanna tveggja, Bretlands og Bandaríkjanna, sem stóðu að því, auk þess sem þetta var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum og þar með heimsbyggðinni. Eftir þetta varð ekki aftur snúið. Mannkynssögunni fáum við ekki breytt eftir á og gildir einu nú hvort þeir hafi haft rétt fyrir sér sem sögðu að heppilegra hefði verið að finna Gyðingum samastað á Madagaskar en í Palestínu.
Bandaríkin og Bretland hafa stutt Gyðinga í Ísrael dyggilega allt frá því að Balfour samþykktin var undirrituð af Arthur J. Balfour, 1917 og afhent Rothschild. Þar með afhentu Bretar Gyðingum, með samþykki Bandaríkjanna, land annars fólks, sem hafði búið á landinu í tæp tvö þúsund ár. Trúman forseti Bandaríkjanna var hreinlega þvingaður til þess af síonistum að samþykkja gyðinglegt þjóðfélag í Palestínu.
Eins og málum er nú komið styð ég heilshugar og virði tilvist Ísraelsríkis og óska Ísraelum og nágranaþjóðunum friðar, öryggis og velmegunar um alla framtíð. En, ef Ísraelar halda að þeim takist að tryggja og treysta öryggi sitt með yfirgangi og h
Til þess að eiga stuðning heimsbyggðarinnar áfram verða Ísraelsmenn að samþykkja strax tillögur Arabaríkjanna 1996 og 2002 um landamæri Ísraels. Síðan verða þeir að afvopnast kjarnorkuvopnum, og Bandaríkjamenn verða að fara varlegar í að vopna þennan herskáa dekurvin sinn. Síðan er morgunljóst að Sameinuðu þjóðirnar verða að ábyrgjast landamæri og öryggi Ísraels með hervörnum á landamærunum þar til að ætla má að hættulaust verði að draga úr viðbúnaði.
Það liggur á að Ísraelsríki verði gert það ljóst að ofbeldi af þess hálfu verði ekki lengur þolað.
Þar sem Bandaríkjamenn hafa fjármagnað og hervætt Ísrael, þá ber þeim ásamt Ísraelum að greiða nágranaþjóðunum, sem þeir hafa misþyrmt, skaðabætur samkvæmt ákvörðunum Sameinaðu þjóðanna.
Velvakandi
Þakka þér bréfið. Ég er þér sammála um að mannskynssögunni verður ekki breytt eftir á. Ísraelsríki er staðreynd. Út frá þeirri staðreynd ber okkur að vinna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Ögmundur