Fara í efni

MATSFYRIRTÆKI Í ÞÁGU HVERRA?

Skollaleikur sem sýnir vinnubrögð og þvingurnaraðgerðir AGS, Breta og Hollendinga má nú öllum vera augljós. Forseti Íslands hefur skotið lögum um ríkisábyrgð á Icesave til þjóðarinnar og er það vel. Nú hafa Bretar og Hollendingar í hótunum, skuldatryggingaálag hefur hækkað á lán til ríkissjóðs og matsfyrirtækin fara af stað. Áróðusvélar þessara landa og stofnana fara á skrið. Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave möglunarlaust og skuldir þjóðarinnar aukast sem því nemur, virðist sem við fáum betra mat á greiðsluhæfni ríkisjóðs, en ef áframhaldandi vafi leikur á því hvort við þurfum að borga, sem leitt gæti til minni skulda ríkissjóðs. Þetta þýðir einfaldlega að ef við skuldum sannanlega meira fáum við betra mat, en ef við skuldum hugsanlega minna. Fyrir hvaða bankastjóra getum við borðið þetta á borð, ef þetta snertir persónulega okkar skuldir? Þetta sýnir hvernig matsfyrirtækin „manupulera" og handstýra mati á ríkissjóð. Í þágu hverra? Við eigum ekki að þjóðnýta skuldir einkafyrirtækja! Það er ekki ríkisábyrgð á neinum bankainnistæðum í löndum ES, nema sérlöggjöf komi til vegna sérstakra ástæðna. Bankarnir sjá sjálfir um sína tryggingasjóði. Það er ekkert sameigninlegt tryggingakerfi bankainnistæðna til innan ES. Þar gætir hvert land fyrir sig sinna hagsmuna. Það eigum við líka að gera innan EES. Kristján Auðunsson