MIKIL REIÐI, EN ER HÚN RÉTTLÁT?
06.11.2016
Öryrkjum og lágtekjufólki svíður hækkanir til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands. Þessu fólki svíður að kjaramisréttið sé aukið, því bilið á milli þess og hálaunatoppa eykst með þessu. Nema að farið verði að þinni tillögu Ögmundur og hinir lægstu hækkaðir í milljón, samkvæmt formúlunni einn á móti þremur. Ég á hins vegar erfiðara að skilja reiði forkólfa verkalýðshreyfingarinnar. Þau segjast vera voðalega reið en sjálf með hærri laun en skammta á þingmönnum. Reiði er eitt en réttlát reiði er annað. Þetta getur varla talist réttlát reiði.
Bjarni