MINNIHLUTA-STJÓRN?
Forkólfar Samfylkingarinnar segja að síðasta ríkisstjórn hafi í raun verið minnihlutastjórn síðasta hálfa annað árið, sbr. http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/19/vorum-i-raun-minnihlutastjorn-en-sogdum-thad-ekki-hreint-ut/ .
Þetta er fróðleg yfirlýsing. Hverju hefði meirihlutastjórn, samkvæmt skilgreiningu þessara Samfylkingarforkólfa, náð fram sem þessi meinta minnihlutastjórn gerði ekki?
Andstaðan innan VG - villikettirnir sem svo voru nefndir - var frá vinstri en ekki hægri, vildu ekki Icesave og undirgefni gagnvart fjármálakerfinu og gagnrýndu of mikinn niðurskurð í velferðarþjónustunni.; að ógleymdri andstöðu við ESB aðild. Hefði meirihlutastjórn þá skorið meira niður og gert minna fyrir heimilin?
Hverju náðu hægri kratar ekki fram? Hvað nákvæmlega er þetta fólk að tala um?
Jóhannes Gr. Jónsson