MISRÉTTIÐ ER MESTA MEINSEMDIN
VG þarf að vera meira afgerandi varðandi velferðarmálin og í tillöguflutningi um að útrýma fátækt í landinu. Umhverfismál eru góðra gjalda verð en ég sakna þess að rætt sé af alvöru um velferðarmálin og hrikalegt misrétti sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur skapað í landinu á undanförnum árum. Hvers vegna er ekki meira hamrað á þessu málefni. Þið eruð eini flokkurinn sem er trúverðugur þegar velferðaþjónustan er annars vegar. Mér sýnist allir hinir flokkaarnir vilja einkavæða og þar með gera námsfólk og sjúklinga að féþúfu fyrir auðmenn þessa lands. Misréttið er mesta meinsemdin og þá meinsemd þarf að uppræta. Ég treysti á það Ögmundur að þú gerir þetta að helsta kosningamáli VG fyrir komandi kosningar. Ég þykist fullviss um að þú sért mér sammála.
Kveðja,
Sunna Sara