Fara í efni

NÁTTÚRUPASSINN SNÝST BARA UM AÐ RÉTTLÆTA GJALDTÖKU

Mér sýnist flestir vera í þann veginn að sjá í gegnum náttúrupassaruglið. Það snýst bara um eitt, að búa til réttlætingu fyrir því að landeigendur geti rukkað fyrir aðgang að landi "sínu". Milljarðar streyma þegar inn í landið með ferðamönnum og talsvert af þeim fjármunum rrata í ríkissjóð í gegnum skatta. Þessa peninga á að nota til að bæta aðstöðu við ferðmannastaði em eru þó ekki eins illa farnir og keyptir áróðursmeirstarar gjaldheimtumanna vilja vera láta. Þetta er ein stór leiksýning en markmiðið með þeirri sýningu er hvorki göfugt né gott.
Jóhannes Gr. Jónsson