NEI TAKK!
16.07.2015
Þarna var hann mættur í fréttatíma Stöðvar 2, hann Jón Gunnarsson, formaður atvinnunefndar Alþingis, að sanna það sem þú hefur haldið fram Ögmundur, að á við rök að styðjast. Ég hafði varla trúað því en hann vill í alvöru að rukkað verði almennt við náttúruperlur og að „eigendur" hvort sem þeir eru opinberir eða einkaaðilar fái skotleyfi á okkur bæði til að rukka okkur og sekta. Þannig að fyrirhuguð rukkun í þjóðgarðinum á Þingvöllum er fyrirmynd af allsherjar gjaldvæðingu náttúrunnar. Nei takk segi ég!
Jóhannes Gr. Jónsson