Fara í efni

NOKKRAR VÍSUR UM ILLT TAL OG STASI

Á klaustursbarnum kona sat
Í kaffi að drepa tímann
Þá hófst mikið þingmanna at
Því tók ´ún uppá símann.

Þar ræddu mál af miklum hita
og margir voru æru sviptir
En núna eins og landsmenn vita
ekkert sagt sem máli skiptir.

STASÍ Góði þegninn gat ég sagt,
geðþekkur og nýtur
Stoltur núna stendur vakt
Stasí félagsskítur.

Vondan róg oft varast má
vörnum þó ´ann beiti
Og fæstir okkar vilja fá
frú stasí á hvert leiti.

Sexmenningar með sóða kjaft
sýndu landanum hrokann
Nú velja um víðtækt tunguhaft
eða taka pokann.

Eins og sagan segir frá
sóðalegt var talið
landanum ei leist það á
enda alveg galið.

Á klausturs-barnum brugðu á leik
bjórinn þar drukku af gleði-kaleik
illt var talið
 allt sérvalið
og sitja nú uppi með allt í steik.

Á klaustursbarnum
í kröppum dansi
Aðrir í þvingandi kossaflansi
Á framkomu þeirra er fágætur vansi
Álitshnekkur og engin glansi.

Höf. Pétur Hraunfjörð