NOTA MÁ ELDRA HÚSNÆÐI!
Sæll vertu Ögmundur. Ég hef mjög mikið hugsað til lögæslumála og stuðning við mína gömlu vinnufélaga. Við hittumst í kaffisopa þessir gömlu sem erum hættir og berst margt ítal. Fangelsismálin eru okkur oft umræðuefni og erum að reyna að finna lausnir á þeim. Auðvitað þarf gott fangelsi fyrir okkar ógæfumenn, en okkur vex það í augum hversu dýrt það yrði að byggja nýtt fangelsi. Mér er nú ofarlega í huga Arnarholt á Kjalarnesi, sem bæði stutt frá Borginni og væri hægt að gera það rammbyggt fyrir hluta af því sem færi í nýtt fangelsi. Eins er með Víðines sem er ekki frekar í notkun en hitt, en væri kjörið fyrir gæsluvarðhald, enda stutt frá. Svo má nefna Vifilsstaði o.fl. staði sem eru flestir í eigu hins opinbera. Þetta var nú bara innlegg frá mér, því löggæslan í landinu er mér kær. Einu sinni lögrelumaður ávallt lögreglumaður. Vonandi leysast þessi mál á farsælan hátt, því ég veit að þú ert allur af vilja gerður og hefur sýnt það í verki að þú styður við bak lögrelunnar. Með vinsemd og virðingu.
Hafsteinn B. Sigurðsson,
fyrrv. lögreglumaður
Heill og sæll og þakka þér bréfið. Ég leyfi mér að vísa í svar mitt við lesendabréfi Viggós Jörgenssonar hér á síðunni en hann er með svipaðar hugleiðingar og þú. Ég var á þessu máli líka en hef breytt um skoðun eftir að ég fór að skoða tilkostnaðinn við breytingar á eldra húsnæði og svo ekki síður hitt, hve miklu máli skiptir í rekstrarkostnaði fangelsa að þau séu rétt hönnuð. Á sínum tíma voru Vífilstaðir skoðaðir með fangelsi í huga. Það tæki viku að gera það húsnæði tilbúið fyrir hjúkrunarheimili en myndi kosta gríðarlega fjármuni að breyta í öryggisfangelsi. Sömu sögu er að segja um hina kostina sem þú nefnir en mismikið þó. Þetta staðhæfa þeir sem komið hafa að þessum málum fyrir ráðuneytið bæði úr fangelsisgeiranum, af rekstrarsviði og síðan hönnuðir.
Þakka hlý orð.
Kv.
Ögmundur