NÚ KOMA JÓLIN OG HANGIKJETIÐ
,,Útlitið er ekki gott‘‘
Allir tapa víst töluvert
tekjum á nýju ári
Lokanir og líka skert
liður í sóttar fári.
Heimurinn allur halloka fer
ómíkron hefur betur
Fjórðu sprautuna fæ ég mér
frelsið velur Pétur !!
Já líður brátt að jólum
ég tæplega beðið get
í fríi frá tækni og tólum
að borða hangikét.
Bankann færðum Björgólfs feðgum
bættum þeirra efnahag
þeir sannleikanum ei halda helgum
heiminn því eiga í dag.
DV.is Einar Helgason er 72 ára fyrrverandi sendibílstjóri og hefur lifað tímana tvenna. Hann segir að í gegnum tíðina hafi það einkum verið stjórnmálamenn – sem ekki eru í meirihluta – sem tala málstað eldri borgara og öryrkja. Þegar þeir sömu komast svo í meirihluta þá eru fögru fyrirheitin fljótt gleymd. Hins vegar virðist alltaf vera þverpólitísk sátt hjá stjórnmálamönnum að bæta eigin kjör.
Með Tárvotum augum og Tilþrifum segir
að tilgangslaust alþingi um fátækt Þegir
þar eiginkjör bæta
rífa kjaft og græta
almúgann sem undan kúgun sig beygir.
,,Svona týnist tíminn‘‘
Árin mín sem eftir eru
eitthvað teljast fá
Eftir lífsins langa veru
lognast út af má.
Sáttur er við sjálfan mig
svona flesta daga
Áhyggjur læt líka eiga sig
og lítið að klaga.
FRÉTABLAÐIÐ.IS Nístandi neyðaróp öryrkja: „Þið getið byrjað á að bjarga jólunum okkar“
Já nístandi heyrast neyðarópin
nauðstöddum öryrkjum frá
Og engin virðist með eyrun opin
þó eymdina horfi á.
DV.is ,,Orðið á götunni: Jón Gunnarsson ráðherra af praktískum ástæðum og hlakkar til starfsloka‘‘
Já Jón hlakkar svo til
og allt út spekúlerað
Átjan mánuðir brúa bil
í eftirlaunin er hlerað.
,,KALLAST HRÚTASTÝJAN‘‘
Þeir Hrútana telja fagleg flón
um þá ég lítið skeyti
Hreinn og Brynjar já líka Jón
jörmuðu út ráðuneyti.
Höf. Pétur Hraunfjörð.