NÝJA NEFND TAKK
Rannsóknanefnd Alþingis vann stórvirki. Það get ég fullyrt eftir að hafa lesið nokkur hundruð blaðsíður af skýrslunni um hrunið. Skýrslunni lýkur 8. október 2008. Margt vatn er runnið til sjávar síðan og margt misjafnt hefur gerst. Samingur við Hollendinga og Breta, Icesave I, II og III, einkavæðing bankanna, uppskipting fyrirtækja, starf sérstaks saksóknara, starfsemi skilanefndanna og nýtt Ísland í stjórnarráðinu. Gætir þú ekki beitt þér fyrir því Ögmundur að ný nefnd, skipuð amk jafnfæru fólki, og sat í þeirri sem nú hefur lokið störfum verði látin fylgjast með valdþáttum ríkisvaldins, Seðlabankanum, bönkunum og þeim bíssness að reka Ísland fram að næstu kosningum. Nýja nefndin gæti svo skilað skýrslu sinni til þjóðarinnar tíu dögum fyrir næstu kosninguar. Er ekki hægt að afgreiða svona tillögu með afbrigðum fyrir þinglok?
Jóna Guðrún